Innlent

Dyravörður dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Sunna Kristín Hilmarsóttir skrifar
Maðurinn rauf skilorð með líkamsárásinni.
Maðurinn rauf skilorð með líkamsárásinni. vísir/heiða
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni á fertugsaldri fyrir líkamsárás sem átti sér stað inni á klósetti á skemmtistað í febrúar 2013 en maðurinn starfaði þar sem dyravörður. Honum var gefið að sök að hafa slegið mann sem var gestur á skemmtistaðnum ítrekað í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn brotnaði á nokkrum stöðum í andliti.

Dyravörðurinn hlaut 9 mánaða dóm í héraði en 7 mánaða dóm í Hæstarétti fyrir líkamsárásina. Að mati Hæstaréttar er það þó ekki sannað að hann hafi veitt manninum sem hann réðst á fleiri en eitt hnefahögg, eins og honum er gefið að sök í ákæru, en í niðurstöðu dómsins er annars vegar litið til þess að dyravörðurinn hefur fimm sinnum áður hlotið dóm fyrir líkamsárás.

Þá rauf hann skilorð með því að ráðast á manninn á skemmtistaðnum en dómurinn tekur tillit til dráttar sem varð á rannsókn málsins og ákærða verður ekki kennt um. Því var dómurinn mildaður um tvo mánuði.

Dóm Hæstaréttar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×