Enski boltinn

Dýrasti leikmaður Dýrlinganna skaut þeim áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sofiane Boufal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Dýrlingana.
Sofiane Boufal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Dýrlingana. vísir/getty
Southampton er komið áfram í átta liða úrslit enska deildabikarsins en liðið lagði Sunderland, 1-0, á heimavelli í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði hinn 23 ára gamli Marokkómaður Sofiane Boufal á 66. mínútu. Þetta er fyrsta markið sem Boufal skorar fyrir Dýrlingana eftir komuna frá Lille. Hann byrjaði leiktíðina meiddur.

Boufal er dýrasti leikmaðurinn sem Southampton hefur keypt en það borgaði 16 milljónir punda fyrir miðjumanninn sem skoraði fjórtán mörk í 43 leikjum fyrir Lille í Frakklandi.

Southampton er ekki búið að tapa í síðustu fimm deildarleikjum og er aðeins búið að tapa einum af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.

Sunderland er aftur á móti í ruglinu undir stjórn David Moyes en Skotinn er með liðið á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins tvö stig í níu leikjum og er nú úr leik í deildabikarnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×