Fótbolti

Dýrasta byrjunarlið allra tíma

Tóams Þór Þóraðrson skrifar
Gonzalo Higuaín er þriðji dýrasti leikmaður sögunnar.
Gonzalo Higuaín er þriðji dýrasti leikmaður sögunnar. vísir/getty
Gonzalo Higuaín varð í vikunni einn dýrasti leikmaður allra tíma þegar Juventus keypti hann frá Napoli fyrir 75,3 milljónir punda.

Hann er dýrasti leikmaður sem hefur verið seldur innan Ítalíu og sá þriðji dýrasti í sögunni á eftir Cristiano Ronaldo og Gareth Bale sem báðir spila fyrir Real Madrid.

Sky Sports stillti upp í tilefni af þessu dýrasta byrjunarliðið allra tíma þar sem er dýrasti leikmaður sögunnar í hverri stöðu fyrir sig.

Gianluigi Buffon stendur vaktina í markinu eftir 32,6 milljóna punda sölu á honum frá Parma til Juventus árið 2001. Buffon er enn í dag, fimmtán árum síðar, dýrasti markvörður heims.

Lillian Thuram er í hægri bakverðinum og Luke Shaw í þeim vinstri. Hann og Rio Ferdinand eru fulltrúar Manchester United í liðinu en það er eina enska liðið sem kemur manni í þetta dýrasta byrjunarlið sögunnar.

Ronaldo og Bale eru á köntunum og tveir Real-menn til viðbótar; Zidane og James Rodríguez, eru á miðjunni ásamt Neymari sem er eini Börsungurinn í liðinu.

Hér að neðan má sjá þetta dýrasta byrjunarlið sögunnar sem Sky Sports tók saman.

mynd/sky sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×