Skoðun

Dýrara fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi

Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar
Í Fréttablaðinu 2. febrúar sl. var birt úttekt á verði matarbakka fyrir eldri borgara í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Í ljós kemur að máltíðin og heimsendur matarbakki er dýrastur í Kópavogi, en ódýrastur í Reykjavík og Hafnarfirði. Það getur munað allt að 330 krónum á dag eða um 100.000 krónum á ári sem eldri borgarar í Kópavogi þurfa að borga umfram nágranna sína. Það munar um minna. Munurinn er enn meiri ef um heimsendan matarbakka er að ræða.

Skiptir máli hverjir stjórna

Í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völdin lengur en elstu menn og konur kæra sig um að muna. Þessi sveitarfélög rukka eldri borgara um hæsta gjaldið fyrir matinn. Í Reykjavík og Hafnarfirði hafa jafnaðarmenn verið í forystu um árabil. Þar hafa áherslur jafnaðarmanna náð fram að ganga. Þar er matur til eldri borgara niðurgreiddur og þar er hann ódýrastur.

Hvernig skyldi standa á því? Jú, það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Eldri borgarar margir hverjir hafa ekki mikið fé á milli handa og enginn er öfundsverður af ellilífeyri einum saman. Margir eiga erfitt með að láta enda ná saman. Áherslumunur jafnaðarmanna og hægri manna kemur hér fram á kristaltæran hátt.


Tengdar fréttir

Orðin kafrjóð af reiði vegna matarbakka eldri borgara

Eldri borgarar í Hafnarfirði fá mat sendan frá ISS. Þegar Erna Hannesdóttir heimsótti vinkonu sína og sá ólystugan matarbakkann fékk hún nóg. "Ég gæti alveg grátið," segir Erna en vinkonan er hlédræg og vill alls ekki kvarta.

Matarbakkar þriðjungi dýrari hjá Kópavogsbæ

Ódýrasti maturinn fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík. Heim­sendir matarbakkar eru 35 prósent dýrari í Kópavogi en í Reykjavík. Í Mosfellsbæ er dýrasta staka máltíðin og Hafnarfjörður er með hæstu niðurgreið

Mannleg mistök voru gerð með ólystuga matarbakkann

"Við funduðum með forsvarsmönnum ISS og afhentum þeim bréf þar sem við óskum eftir að þeir útlisti frekar hvernig þeir ætla að bregðast við,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×