Innlent

Dýpsta borhola á Íslandi

Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi.

Það samsvarar nærri fjórfaldri hæð Esjunnar. Holan er við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði og var boruð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og er hún 211 metrum dýpri en sú hola sem áður var dýpst.

Gufu úr holunni verður veitt í gufuhverfla sem teknir verða í notkun í Hellisheiðarvirkjun í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×