Erlent

Dýpið of mikið á leitarsvæðinu

Kafbátnum er stjórnað af ástralska herskipinu Ocean Shield.
Kafbátnum er stjórnað af ástralska herskipinu Ocean Shield.
Erfiðlega hefur gengið að beita ómönnuðum kafbát á leitarsvæðinu á Indlandshafi þar sem talið er að farþegaþota með 239 manns innanborðs hafi farist í síðasta mánuði.

Ástæðan er sú að dýpið á svæðinu er svo mikið að báturinn kemst ekki niður á hafsbotn, þrátt fyrir að geta unnið á fjögurþúsund og fimmhundruð metra dýpi. Dýpið er því meira en menn höfðu gert ráð fyrir.

Hljóðmerki eru hætt að berast frá flugritum vélarinnar og því er kafbáturinn eina von manna um að finna flakið af vélinni. Reynt verður að beita bátnum á ný í dag, ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×