Erlent

Dy­lan mæt­ir á Nób­els­verð­laun­a­af­hend­ing­un­a... ef hann kemst

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bob Dylan hefur loksins rofið þögnina um Nóbelinn.
Bob Dylan hefur loksins rofið þögnina um Nóbelinn. Vísir/Getty
„Ég var orðlaus yfir þessum fréttum, ég kann svo vel að meta þennan heiður,“ á Bob Dylan að hafa sagt við Nóbelsnefndina.

Tilkynnt var um að Dylan hljóti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið bárust fregnir af því að Nóbelsnefndin hefði ekki náð að tilkynna honum að hann væri verðlaunahafinn. Þá sagði hann heldur ekki orð um verðlaunin á tónleikum sínum sama dag.

Dylan hefur nú rofið 15 daga langa þögn sína um verðlaunin og segir í viðtali við The Telegraph að hann eigi erfitt með að trúa þessu. „Ótrúlegt, hvern í ósköpunum dreymir um þetta?“

Við spurningunni hvort hann verði viðstaddur er svar Dylan heldur loðið. „Að sjálfsögðu. Ef það er möguleiki,“ segir Nóbelskáldið, en verðlaunin verða afhent þann 10. desember í Stokkhólmi við hátíðlega athöfn.

Dylan hefur lengi verið í hópi líklegra til að hljóða viðurkenninguna, en ákvörðun Nóbelsnefndarinnar kemur engu að síður á óvart. Japaninn Haruki Murakami, sýrlenska skáldið Adonis og hinn keníski Ngũgĩ wa Thiong'o voru fyrirfram taldir líklegastir í ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×