Enski boltinn

Dyche: Engir töffarastælar í Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Dyche hefur náð frábærum árangri með Burnley á undanförnum árum.
Sean Dyche hefur náð frábærum árangri með Burnley á undanförnum árum. vísir/getty
Sean Dyche segir sína menn í Burnley ekki vera með neina töffarastæla, en þeir séu þó öruggari með sig en oft áður.

Knattspyrnustjórinn fór varlega í allar staðhæfingar og segist aðeins vilja sjá liðið gera betur heldur en á síðasta tímabili.

„Fyrsta markmiðið er að ná betri árangri heldur en á síðasta tímabili,“ sagði Dyche á blaðamannafundi fyrir leik Burnley við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.



Á síðasta tímabili fékk liðið 40 stig og endaði í 16. sæti. Nú þegar, eftir 17 leiki, er liðið komið með 31 stig og er í sjötta sæti deildarinnar.

„Aðalatriðið er að sjá árangur. Í sögulegu samhengi þá getur allt gerst, en árangur ári frá ári er það mikilvægasta.“

Stuðningsmenn Burnley horfa með hýru auga á árangur Leicester tímabilið 2015/16 þegar liðið vann Englandsmeistaratitilinn. Það verður þó að teljast ólíklegt að Jóhann Berg fái að lyfta bikarnum á loft í maí.

Aðspurður hvort leikmennirnir myndu ganga inn á Amex leikvanginn á sunnudaginn með töffarastælum, sagði Dyche það ekki verða.

„Við erum ekkert með neina töffarastæla. Það er fyrir þá sem eru á toppnum og hafa verið lengur þar. En við erum rólegri. Við löbbum inn á leikvellina með aðeins meira öryggi,“ sagði Sean Dyche.

Leikur Brighton og Burnley hefst á morgun klukkan 15:00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×