Dybala meiddist í sigri Juventus

 
Fótbolti
15:48 19. MARS 2017
Dybala er vonandi ekki mikiđ meiddur.
Dybala er vonandi ekki mikiđ meiddur. VÍSIR/GETTY
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Juventus jók forystu sína á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið lagði Sampdoria á útivelli 1-0 í dag.

Juventus er nú með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið varð þó fyrir áfalli þegar sóknarmaðurinn Paolo Dybala fór meiddur af leikvelli á 28. mínútu.

Argentínumaðurinn meiddist á læri en gat þó gengið af sjálfsdáðum af leikvelli. Juventus er í góðri stöðu í deildinni en liðið þarf á leikmanninum að halda þegar það mætir Barcelona í Meistaradeildinni í apríl.

Alls er sex leikjum lokið í ítölsku deildinni í dag en Napoli sem er í öðru sæti lagði Empoli í fimm marka háspennuleik.

Úrslit dagsins:
Empoli - Napoli 2-3
Bologna - Chievo 4-1
Crotone - Fiorentina 0-1
Sampdoria - Juventus 0-1
Cagliari - Lazio 0-0
Atalanta - Pescara 3-0


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Dybala meiddist í sigri Juventus
Fara efst