Innlent

Dúx með ígræðslu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir (hér til hægri) þakkar árangur drengsins kuðungsígræðslu og markvissri þjálfun.
Bryndís Guðmundsdóttir (hér til hægri) þakkar árangur drengsins kuðungsígræðslu og markvissri þjálfun. Vísir/GVA
Drengur sem fæddist heyrnarlaus hlaut 95 í raðeinkunn í samræmdu prófum lokaárs grunnskóla í október. 

Pilturinn fór í kuðungsígræðslu tæplega tveggja ára og heyrir í kjölfar þess. Ígrædda tækið framkallar hljóðáhrif með því að örva heyrnartaugina með rafmagni. Með krókaleiðum er hljóði breytt í rafboð sem örva taugafrumur innra eyrans og notandinn skynjar sem hljóð.

„Árangur piltsins er mjög merkilegur og sýnir hvað hægt er að gera með breyttum ytri skilyrðum og markvissri þjálfun,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×