Innlent

Dúx FÁ var með 9,96 í meðaleinkunn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Nýstúdentar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Nýstúdentar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Vísir/FÁ
Í dag voru 175 nemendur brautskráðir úr Fjölbrautaskólanum úr Ármúla af 14 námsbrautum. Þar af voru 88 stúdentar og 79 úr heilbrigðisgeiranum.

Dúx úr heilbrigðisritarabraut

Hæstu einkunn allra útskriftanema fékk Renata Paciejewska af heilbrigðisritarabraut en hún var með meðaleinkunina 9,96. Pólska er móðurmál Renutu sem gerir árangur hennar enn merkilegri en allt námsefni var á íslensku sem og próf.

Dúx skólans af stúdentsbrautum var Sólbjört María Jónsdóttir af náttúrufræðibraut en hún var einnig verðlaunuð fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og þýsku.

Flestir brautskráðra voru af félagsfræðibraut en úr heilbrigðisgeiranum voru flestir af tanntæknibraut. Í ár brautskráði skólinn í fyrsta sinn nemendur af námsbraut sótthreinsitækna.

Hrafnhildur Jónsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema heilbrigðisskólans og Adam Óttarsson fyrir hönd nýstúdenta.

Þór Breiðfjörð Kristinsson leikari og söngvari flutti kveðju fyrir hönd 25 ára afmælisstúdenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×