Erlent

Duterte líkir sjálfum sér við Hitler

Atli Ísleifsson skrifar
Rodrigo Duterte tók við embætti forseta Filippseyja í sumar.
Rodrigo Duterte tók við embætti forseta Filippseyja í sumar. Vísir/AFP
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur enn vakið athygli fyrir yfirlýsingar sínar en í viðtali í gærkvöldi líkti hann sjálfum sér við Adolf Hitler.

Í frétt BBC kemur fram að Duterte hafi verið að ræða stríðið gegn eiturlyfjum sem hann hefur hafið og kostað hefur rúmlega tvö þúsund manns lífið þar sem flestir hafa verið drepnir án dóms og laga.

Þar var aðallega um að ræða fólk sem grunað er um eiturlyfjasölu en í viðtalinu í gær sneri hann sér að eiturlyfjasjúklingum.

Hann benti á að Hitler hefði látið drepa milljónir gyðinga. Á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og sagði Duterte að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum.

Dauðasveitirnar skilja jafnan lík eftir á víðavangi, með skilaboðum um þá glæpi sem viðkomandi er sakaður um að hafa framið.

Duterte lét orðin falla í borginni Davao þar sem hann var sjálfur borgarstjóri um árabil. Þar treysti hann einnig á starfsemi dauðasveita í baráttunni við glæpamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×