Golf

Dustin með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dustin reyna að lesa flötina á þriðja hring.
Dustin reyna að lesa flötina á þriðja hring. Vísir/getty
Dustin Johnson fylgdi eftir frábærum öðrum hring og leiðir með þremur höggum fyrir lokahringinn á BMW-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum.

Eftir að hafa leikið níu höggum undir pari á föstudaginn fékk Dustin skolla á fyrstu holu en komst aftur á par strax á næstu holu.

Alls fékk hann sex fugla á hringnum og tvo skolla en hann hefur fengið átján fugla hingað til á mótinu.

Roberto Castro féll niður í fjórða sætið eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari, sex höggum á eftir Johnson.

Paul Casey er þremur höggum á eftir Dustin Johnson, fimmtán höggum undir pari eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari.

Lokahringur BMW-meistaramótsins sem er hluti af FedEx-mótaröðinni er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×