Durant og Westbrook ÷flugir Ý sigri

 
K÷rfubolti
09:00 20. JAN┌AR 2016
Durant Ý barßttunni Ý nˇtt. Westbrook fylgist me­.
Durant Ý barßttunni Ý nˇtt. Westbrook fylgist me­. V═SIR/GETTY

Oklahoma City er á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en liðið hafði betur gegn Denver í nótt, 110-104.

Kevin Durant og Russell Westbrook voru frábærir í leiknum í nótt og báðir með tvöfalda tvennu. Durant var með 30 stig og tólf fráköst og Westbrook með 27 stig og tólf fráköst. Honum vantaði þó fimm fráköst upp á þrennuna.

Oklahoma City hefur nú unnið 20 af síðustu 24 leikjum sínum og er heilum tólf leikjum á undan Utah í sínum riðli. Danilo Gallinari skoraði 27 stig fyrir Denver.

Milwaukee vann Miami, 91-79, þar sem Khris Middleton skoraði 22 stig. Miami saknaði lykilmanna á borð við Goran Dragic og Beno Udrih og átti erfitt uppdráttar í sóknarleik sínum.

Dwayne Wade spilaði þrátt fyrir verk í öxl og náði aðeins að skora tvö stig á 21 mínútu í leiknum.

Úrslit næturinnar:
Miami - Milwaukee 79-91
New Orleans - Minnesota 114-99
Denver - Oklahoma City 104-110
Phoenix - Indiana 94-97


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / K÷rfubolti / Durant og Westbrook ÷flugir Ý sigri
Fara efst