MIĐVIKUDAGUR 18. JANÚAR NÝJAST 11:44

Laufey Rún ađstođar dómsmálaráđherra

FRÉTTIR

Durant og Westbrook öflugir í sigri

 
Körfubolti
09:00 20. JANÚAR 2016
Durant í baráttunni í nótt. Westbrook fylgist međ.
Durant í baráttunni í nótt. Westbrook fylgist međ. VÍSIR/GETTY

Oklahoma City er á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en liðið hafði betur gegn Denver í nótt, 110-104.

Kevin Durant og Russell Westbrook voru frábærir í leiknum í nótt og báðir með tvöfalda tvennu. Durant var með 30 stig og tólf fráköst og Westbrook með 27 stig og tólf fráköst. Honum vantaði þó fimm fráköst upp á þrennuna.

Oklahoma City hefur nú unnið 20 af síðustu 24 leikjum sínum og er heilum tólf leikjum á undan Utah í sínum riðli. Danilo Gallinari skoraði 27 stig fyrir Denver.

Milwaukee vann Miami, 91-79, þar sem Khris Middleton skoraði 22 stig. Miami saknaði lykilmanna á borð við Goran Dragic og Beno Udrih og átti erfitt uppdráttar í sóknarleik sínum.

Dwayne Wade spilaði þrátt fyrir verk í öxl og náði aðeins að skora tvö stig á 21 mínútu í leiknum.

Úrslit næturinnar:
Miami - Milwaukee 79-91
New Orleans - Minnesota 114-99
Denver - Oklahoma City 104-110
Phoenix - Indiana 94-97


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Durant og Westbrook öflugir í sigri
Fara efst