Körfubolti

Durant: Porzingis er eins og einhyrningur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristaps Porzingis er að spila frábærlega á fyrsta ári í NBA.
Kristaps Porzingis er að spila frábærlega á fyrsta ári í NBA. vísir/getty
Kevin Durant, ofurstjarnan í liði Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, er mjög hrifinn af Lettanum stóra hjá New York Knicks, Kristaps Porzingis.

Þessi tvítugi risi er búinn að vera í yfirvinnu allt tímabilið við að troða sokkum ofan í kok stuðningsmanna Knicks sem bauluðu þegar hann var valinn númer fjögur í nýliðavalinu á síðasta ári.

Porzingis hefur spilað frábærlega og eru fáir aðrir sem koma til greina sem nýliði ársins. Hann er að skora 14 stig, taka 7,8 fráköst og gefa 1,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Vinsældir Porzingis eru miklar í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hann hafi ekki einu sinni spilað heilt tímabil í NBA, en treyja hans er sú fjórða söluhæsta af öllum í deildinni.

Kevin Durant var spurður út í Lettann unga af fréttamanni ESPN og hann sparaði ekki stóru orðin. „Hann getur skotið, spilað réttu kerfin og varist. Hann er sjö fetari sem getur skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Það er sjaldgæft. Svo getur hann varið skot. Þetta er eins og að vera með einhyrning í deildinni,“ sagði Kevin Durant.

Kristaps Porzings setur 28 stig og tekur 11 fráköst á móti Spurs:
NBA

Tengdar fréttir

Porzingis langt á undan Dirk | Myndbönd

Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×