Erlent

Dularfullu dauðsföllin rakin til skordýraeiturs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Nígeríu.
Frá Nígeríu. vísir/epa
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að dularfullu dauðsföllin í Nígeríu megi rekja til skordýraeiturs. Að minnsta kosti átján hafa látið lífið í suðausturhluta landsins undanfarna daga.

Talsmaður stofnunarinnar segir að sýni hafi verið tekin til rannsóknar sem leitt hafi í ljós að ekki væri um veiru- eða bakteríusjúkdóm að ræða. Líkur eru því leiddar að því að um skordýraeitur sé að ræða sem notað var á illgresi.

Yfirvöld í Nígeríu sendu frá sér yfirlýsingu í gærdag þess efnis að dularfullur sjúkdómur hefði dregið íbúa í bænum Ondo til dauða dagana 13 til 15 apríl. Fólkið lést á innan við einum sólarhringi eftir að það veiktist en einkenni þeirra voru höfuðverkur, sjóntruflanir og meðvitundarleysi.

Nígerskir heilbrigðisstarfsmenn eru nú staddir í bænum ásamt sérfræðingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þar sem unnið er að frekari greiningum.

Talsmaður stofnunarinnar greindi frá þessu á Twitter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×