Innlent

Dularfullt hvarf íslenskrar konu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé úr hennar höndum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé úr hennar höndum. Vísir/Hari
Íslenskrar konu, Hala Mohamed Zaki Ibrahim, hefur verið saknað í tæpt ár. Lýst hefur verið eftir henni á vef Interpol í nokkurn tíma án þess að nokkuð hafi til hennar spurst. Hala er upphaflega frá Egyptalandi en hefur búið lengi á Íslandi. Hún starfaði sem kennari á leikskóla áður en hún týndist.

Í svari Interpol við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að lögregluyfirvöld á Íslandi verði að veita upplýsingar um stöðu málsins. Embætti ríkislögreglustjóra vísar á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu (LRH), sem segir að ekki sé uppi grunur um saknæma háttsemi og að lýst hafi verið eftir Hala að beiðni fjölskyldu hennar. Málið sé úr höndum LRH þar sem talið er að Hala sé stödd í Egyptalandi. Ættingjar konunnar, sem fréttastofa hefur rætt við, vilja ekki tjá sig um málið að beiðni lögreglu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×