Lífið

Dúkkan Lúlla hjálpar börnum að sofna

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Eyrún með dúkkuna sem hefur róandi áhrif á börn og aðstoðar þau við að festa svefn.
Eyrún með dúkkuna sem hefur róandi áhrif á börn og aðstoðar þau við að festa svefn. Vísir/GVA
„Það var saumakonan mín sem kom með hugmyndina að nafninu,“ segir Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður Lúllu dúkkunnar sem hjálpar börnum að sofna. Hugmyndin kom þegar vinkona hennar eignaðist fyrirbura og þurfti að skilja hana eftir eina yfir nótt.

Um nóttina tók litla stúlkan hlé í öndun, en það er þekkt vandamál hjá fyrirburum og getur haft alvarlegar afleiðingar.

„Ég fór út frá því að hugsa hvað ég hefði lært í sálfræðinni um jákvæða eiginleika nærveru forelda og taktur hjartsláttar þeirra hjálpar fyrirburum að ná stöðugri öndun og meiri rósvefni,“ segir hún, en dúkkan spilar átta tíma af öndun og hjartsláttarhljóðum.

„Lúlla er úr mjúkri náttúrulegri og ofnæmisprófaðri bómull sem má þvo. Svo er hún með blá augu og bleikar varir,“ segir Eyrún, en rannsóknir sýna að börn kjósi að horfa á eitthvað sem líkist mannsandliti og að það rói þau. „Upphaflega gerði ég dúkkuna fyrir ungbörn, en hún hentar börnum alveg upp í leikskólaaldur og hefur reynst þeim vel þegar á að skipta um rúm eða byrja í hvíld í leikskólanum,“ segir hún.

Fjögur ár eru síðan Lúlla varð til, en svo hægt sé að klára framleiðsluna leitaði Eyrún til hópfjármögnunarsíðunnar Indiegogo. Þar verður hægt að kaupa dúkkuna í forsölu ódýrari en gengur og gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×