Enski boltinn

Dugarry: Zlatan er keila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan og Mourinho eru miklir mátar.
Zlatan og Mourinho eru miklir mátar. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic er keila og José Mourinho er búinn að missa það. Þetta segir Christophe Dugarry, sem varð heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu á sínum tíma.

Manchester United hefur tapað þremur leikjum í röð og í kjölfarið hafa margir stigið fram og reynt að útskýra þetta slæma gengi liðsins. Dugarry er einn þeirra.

„Ibrahimovic er keila. Fólk talar um tölfræðina hans en hann er bara keila,“ sagði Dugarry sem finnst Zlatan vera of staður á vellinum og það komi niður á spilamennsku United.

„Þetta gengur ekki í enska boltanum. Hann er svo gríðarlega hraður,“ bætti Frakkinn við.

Dugarry gagnrýnir Mourinho einnig og segir nánast að hann sé útbrunninn.

„Mér finnst eins og síðasta taktíska meistaraverk Mourinho hafi komið í leik Inter og Barcelona,“ sagði Dugarry og vísaði til seinni leiks liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2010.

„Hann hefur unnið titla síðan en hann er búinn að missa það. Hann trúir því að hann sé mikilvægari en liðið. Hann gerir engar taktískar breytingar. Leikmannahópurinn hefur breyst en þetta er sama skipulag og hjá [Louis] Van Gaal.

„Hann kennir alltaf dómurunum og óheppni um. Hann lítur aldrei í eigin barm.“

Dugarry er ekki hrifinn af Zlatan og Mourinho.vísir/getty

Tengdar fréttir

„Hvað er Rooney að gera?“

Wayne Rooney, framherji Manchester United, er áfram harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×