Erlent

Dubke nýr yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu

atli ísleifsson skrifar
Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Vísir/Getty
Mike Dubke, stofnandi fjölmiðlafyrirtæksins Crossroads Media, mun taka við sem yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag.

Gangi þetta eftir mun Dubke taka við því hlutverki sem Jason Miller, fjölmiðlafulltrúi Trump í kosningabaráttunni, var upphaflega boðið en hafnaði af fjölskylduástæðum.

Fjölmiðlafulltrúinn Sean Spicer hefur sinnt verkefnum yfirmanns upplýsingamála fyrstu vikur forsetatíðar Trump, en mun eftir ráðningu Dubke einungis sinna starfi fjölmiðlafulltrúa.

Á heimasíðu Crossroads Media er félaginu lýst sem „fremsta fjölmiðlafyrirtæki Repúblikana“ og fyrirtæki sem aðstoðar stjórmálamenn og samtök með kaup á auglýsingum í sjónvarpi, útvarpi, prent- og netmiðlum.

Dubke stofnaði félagið 2001 og stækkaði mikið í kringum forsetakosningarnar 2008.


Tengdar fréttir

Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið?

Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er.

Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa

Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×