MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 09:48

Lóan er komin ađ kveđa burt leiđindin

FRÉTTIR

Dubke nýr yfirmađur upplýsingamála í Hvíta húsinu

 
Erlent
14:04 17. FEBRÚAR 2017
Hvíta húsiđ í Washington D.C.
Hvíta húsiđ í Washington D.C. VÍSIR/GETTY

Mike Dubke, stofnandi fjölmiðlafyrirtæksins Crossroads Media, mun taka við sem yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag.

Gangi þetta eftir mun Dubke taka við því hlutverki sem Jason Miller, fjölmiðlafulltrúi Trump í kosningabaráttunni, var upphaflega boðið en hafnaði af fjölskylduástæðum.

Fjölmiðlafulltrúinn Sean Spicer hefur sinnt verkefnum yfirmanns upplýsingamála fyrstu vikur forsetatíðar Trump, en mun eftir ráðningu Dubke einungis sinna starfi fjölmiðlafulltrúa.

Á heimasíðu Crossroads Media er félaginu lýst sem „fremsta fjölmiðlafyrirtæki Repúblikana“ og fyrirtæki sem aðstoðar stjórmálamenn og samtök með kaup á auglýsingum í sjónvarpi, útvarpi, prent- og netmiðlum.

Dubke stofnaði félagið 2001 og stækkaði mikið í kringum forsetakosningarnar 2008.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Dubke nýr yfirmađur upplýsingamála í Hvíta húsinu
Fara efst