Lífið

Druslustimplarnir nú flúraðir á kroppana fyrir líftsíð

Hjalti var gríðarlega ánægður með flúrið. Sunna Ben var undir nálinni þegar ljósmyndara bar að.
Hjalti var gríðarlega ánægður með flúrið. Sunna Ben var undir nálinni þegar ljósmyndara bar að. Vísir/GVA
„Þetta er hreint og klárt statement,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjanda Druslugöngunnar, sem settist í stólinn hjá Reykjavík Ink í hádeginu í gær.

„Hugmyndin kom í fyrra þegar við létum framleiða svona tyggjó tattú sem allir geta sett á sig og afmáist svo við næstu sturtu eða tvær,“ segir Hjalti. „Okkur þótti þessi tyggjó tattú, svo hrikalega flott að við vildum sannarlega bera þau til frambúðar með stolti, líkt og við gerum varðandi orðið drusla sem hefur tapað meiningunni með baráttunni,“ segir Hjalti og bætir við: „við erum svo ljómandi heppin að eiga stuðningsnet hérna á Reykjavík Ink sem bauð okkur hreinlega að koma og fá þessi tattú, og það er náttúrulega ekkert annað en geggjað.“

Sunna Ben ofursvöl á bekknum. Vísir/GVA
Mikill spenningur var í fólki þegar á stofuna var komið, en húðflúrunin er afar gildishlaðinn gjörningur líkt og kom fram hér að framan. „Það er löng hefð fyrir því að þeir sem berjast fyrir málstað beri nafnið með stolti, og það er akkúrat það sem við erum að gera með því að láta flúra á okkur orðið drusla,“ útskýrir Hjalti og segist fagna því ef fleiri hafi áhuga á að taka þetta upp eftir þeim og láta flúra á sig myndirnar.

„Ég eiginlega að vona það, og ekki væri verra ef af stað færi einhvers konar trend,“ skýtur hann af léttur í lundu. 


Tengdar fréttir

Ellefu þúsund í Druslugöngu

Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×