Innlent

Drukkinn strætófarþegi réðst á lögregluþjóna

Jakob Bjarnar skrifar
Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni. visir/pjetur
Illa drukkinn maður var með óspektir í strætó í í Reykjavík um tíu leytið í gærkvöldi og þegar lögreglumenn, sem hvattir höfðu verið á vettvang, hugðust vísa honum úr vagninum gerði hann sér lítið fyrir og réðst á lögreglumennina. Í tilkynningu  lögreglu segir að lögreglumenn hafi þá handtekið manninn og gistir hann nú fangageymslu þar til af honum rennur.

Þá var maður handtekinn í nótt við innbrot í Breiðholti, hann gistir fangageymslu og þá var um kvöldmatarleytið í gær tilkynnt um innbrot í hjólhýsi við Korputorg en ekki er vitað hver var þar að verki.

Og í nótt fékk lögregla svo tilkynningu um brunalykt við Njálsgötu. Þetta var um klukkan hálfþrjú í nótt. Við eftirgrennslan kom í ljós að lampaskermur var að sviðna í íbúð en þar reyndust engar skemmdir nema á skerminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×