Lífið

Drónamyndband sem sýnir lygilegar höfuðstöðvar Apple

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt mannvirki.
Rosalegt mannvirki.
Nú styttist í að tölvurisinn Apple klári mannvirkið Apple Campus 2 eða geimskipið eins og það er einnig kallað.

Steve Jobs, stofnandi Apple, kynnti byggingaráformin fyrir borgarráði Cupertino-borgar í Kaliforníu nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn árið 2011.

Höfuðstöðvarnar ganga undir nafninu Apple Campus 2, en byggingin er einnig kölluð Geimskipið, þar sem lögun þess minnir á geimskip úr vísindaskáldsögu.

Hin rúmlega 250 þúsund fermetra bygging mun hýsa skrifstofur Apple, fyrirlestrarsal fyrir eitt þúsund manns, líkamsræktarstöð og bílastæðahús, svo eitthvað sé nefnt. Alls munu um tólf þúsund manns starfa í byggingunni.

Ekki er ein einasta slétt rúða að finna í byggingunni. Þýskur glerframleiðandi þróaði gler sem aldrei hefur verið framleitt áður en um sex kílómetrar af bognu gleri voru notaðar í bygginguna.

Maður að nafni Matthew Roberts hefur nú birt nýtt myndband sem tekið var upp með dróna. Þar má sjá hvernig byggingin lítur út og er um að ræða magnað mannvirki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×