Enski boltinn

Drogba spilar sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Drogba fagnar fjórða Englandsmeistaratitli Chelsea.
Drogba fagnar fjórða Englandsmeistaratitli Chelsea. vísir/getty
Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur sagt að leikur Chelsea gegn Sunderland í dag verði hans síðasti leikur sem leikmaður Chelsea. Drogba er þó ekki hættur í fótbolta, en hann vill spila í eitt ár að minnsta kosti í viðbót.

„Ég vil spila eitt tímabil í viðbót og spila meiri fótbolta en ég er að gera núna. Þess vegna þarf ég að fara einhvert annað," sagði Drogba á heimasíðu Chelsea.

„Allir stuðningsmennirnir vita ást mína á Chelsea og ég vonast til að snúa hingað aftur einn daginn í öðru hlutverki."

Þessi magnaðari framherji spilaði fyrst með Chelsea frá 2004 til 2012. Þá vann hann tólf bikara og skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2012.

„Allir hjá Chelsea vilja þakka Didier fyrir hans frábæru þjónustu og hann er alltaf velkominn til baka á Stamford Bridge," segir í tilkynningu Chelsea.

„Við erum viss um að allir okkar stuðningsmenn munu óska honum góðs gengis í framtíðinni og þakka honum fyrir frábærar minningar í gegnum tíðina."

Þessi 37 ára gamli leikmaður hefur spilað með Le Mans, Guingamp, Marseille, Chelsea, Shanghai Shenua og Galatasaray á sínum ferli, en óvíst er hvert hann heldur nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×