Fótbolti

Drogba plataði en svindlaði ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba í leik með Montreal.
Drogba í leik með Montreal. vísir/getty
Rannsókn á góðgerðarsjóði Didier Drogba hefur leitt í ljós að ekkert svindl var í gangi né var varið að misnota fé úr sjóðnum. Drogba sagði þó ekki alveg satt og rétt frá um hvað væri verið að gera við féð.

Breska blaðið Daily Mail sagði í frétt fyrr á árinu að aðeins 2 milljónir af 240 milljónum sem hefðu runnið í sjóðinn hefði verið notað í hjálparstarf í Afríku.

Í kjölfarið var rannsókn sett í gang. Drogba brjálaðist yfir þessum fréttaflutningi og fór í mál við Daily Mail.

Eins og áður segir leiddi rannsóknin í ljós að ekki var búið að stela neinum peningum. Aftur á móti var ekki búið að setja peningana sem komu frá styrktaraðilum í Bretlandi í þau verkefni sem talað var um. Þeir áttu að fara í byggingu spítala í Afríku. Peningarnir lágu einfaldlega enn inn á bankareikningi.

Góðgerðarsjóðurinn þarf nú að framfylgja reglum og koma þessum peningum í byggingu spítalanna í stað þess að láta þá liggja inn á reikningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×