Fótbolti

Drogba kemur "litla bróður“ sínum til varnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Drogba og Aurier voru samherjar í landsliði Fílabeinsstrandarinnar.
Drogba og Aurier voru samherjar í landsliði Fílabeinsstrandarinnar. vísir/getty
Fílbeinsstrendingurinn Didier Drogba hefur komið landa sínum, Serge Aurier, til varnar eftir að sá síðarnefndi var settur bann af Paris Saint-Germain fyrir að móðga Laurent Blanc, knattspyrnustjóra liðsins.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Periscope kallaði Aurier Blanc m.a. homma og fór einnig niðrandi orðum um samherja sína. Í kjölfarið setti PSG Aurier í ótímabundið bann.

Í skilaboðum sem Drogba birti á Twitter segir hann að „litli bróðir“ sinn (Aurier) hafi fengið ósanngjarna meðferð undanfarna daga.

Drogba segir að Aurier hafi gert mistök en spyr svo hvernig ungir leikmenn geti lært af þeim fái þeir ekki almennilegan stuðning og ráðgjöf. Drogba segir ennfremur að ungir leikmenn þurfi fræðslu, m.a. um hvernig þeir eigi að haga sér á samfélagsmiðlum.

Aurier hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en óvíst er hvort hann spili aftur fyrir PSG, allavega á meðan að Blanc er stjóri liðsins.


Tengdar fréttir

Verratti framlengir við PSG

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain um eitt ár. Nýi samningurinn gildir til ársins 2020.

Fær Beckham hjálp frá eigendum PSG?

David Beckham hefur verið að leita sér að fjárhagslegri hjálp til að stofnsetja nýtt knattspyrnufélag í Miami í Bandaríkjunum og sú hjálp gæti komið frá gömlum vinnuveitendum.

Hiddink: Öfunda PSG af bekknum þeirra

Þrátt fyrir 2-1 tap í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain segir Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, að sínir menn eigi enn góða möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×