Enski boltinn

Drogba í samningaviðræðum við Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Franski miðillinn L'Equipe greindi frá því seint í gærkvöldi að Didier Drogba hefði komist að samkomulagi við Chelsea um að leika með félaginu á næsta ári.

Drogba er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið með liðinu í átta ár og verið lykilleikmaður liðsins á sigursælasta tímabilinu í sögu félagsins.

Hann ákvað að elta fyrrum liðsfélaga sinn hjá Chelsea, Nicolas Anelka árið 2012 til Shanghai Shenhua eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Chelsea. Drogba stoppaði hinsvegar stutt í Kína og gekk til liðs við Galatasaray fyrir 18 mánuðum síðan.

Þessi 36 ára gamli framherji er án félags eftir að samningur hans hjá Galatasaray rann út í sumar. Er talið að Jose Mourinho vilji fá Drogba til þess að auka breiddina í framlínu félagsins eftir að Demba Ba og Samuel Eto'o yfirgáfu félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×