Enski boltinn

Drogba: Það vantar fleiri leiðtoga hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba fagnar í leik með Chelsea.
Drogba fagnar í leik með Chelsea. vísir/getty

Didier Drogba ber enn sterkar tilfinningar til Chelsea og finnst erfitt að horfa upp á gengi sinna manna þessa dagana.

Drogba er á því að eitt af helstu vandamálum félagsins í dag sé skortur á leiðtogum.

„Þegar ég var hjá Chelsea var fullt af leiðtogum í liðinu. Við vorum með menn eins og Lampard, Terry, Cech, Ballack, Essien, Shevchenko, Makelele og mig. Stórir leikmenn og miklir karakterar," sagði Drogba.

„Við öxluðum ábyrgð á lélegum úrslitum og tókum málin í okkar hendur er á þurfti að halda. Terry er enn þarna en þegar hann er einn síns liðs er þetta erfitt. Aðrir leikmenn þurfa að taka upp sama hugarfar og hann er með. Þetta er ekki eitthvað sem menn fæðast með heldur tileinka sér."

Chelsea er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir þrettán umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×