Handbolti

Dröfn samdi við Val

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dröfn Haraldsdóttir komin í rautt.
Dröfn Haraldsdóttir komin í rautt. mynd/valur
Valur mætir með nýjan markvörð til leiks þegar Olís-deild kvenna fer aftur af stað um næstu helgi eftir jólafrí.

Tilkynnt var á heimasíðu Vals í dag að félagið er búið að semja við Dröfn Haraldsdóttur og mun hún leika með Valsliðinu út tímabilið.

Þessi 25 ára gamli markvörður hefur bæði leikið með FH og ÍBV í efstu deild og á níu landsleiki að baki. Hún hefur aftur á móti ekkert spilað í vetur en tekur nú fram skóna.

Valur er búinn að vera án Berglindar Írisar Hansdóttur í allan vetur vegna meiðsla og hafa þær Sólveig Katla Magnúsdóttir og hin 18 ára gamla Ástrós Anna Bender skipt með sér verkum í Valsmarkinu.

Dröfn ætti að styrkja Valsliðið mikið fyrir seinni hluta leiktíðar en það er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig, jafnmörg stig á Haukar sem eru sæti ofar.

Valur mætir Stjörnunni á útivelli á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×