Fótbolti

Draumur Arsenal á lífi eftir flottan sigur á Dinamo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Özil fagnar marki sínu.
Özil fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Draumur Arsenal um að komast enn eina ferðina í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar er á lífi eftir að liðið pakkaði saman Dinamo Zagreb í kvöld og Bayern valtaði yfir Olympiacos á sama tíma.

Arsenal komst yfir gegn króatíska liðinu á 29. mínútu þegar Mesut Özil skoraði, en Alexis Sánchez bætti við öðru marki á 33. mínútu leiksins, 3-0.

Arsenal var sterkari aðilinn í leiknum og tryggði sigurinn með þriðja markinu á 69. mínútu, en þar var Sílemaðurinn Sánchez aftur að verki, 3-0.

Bayern München valtaði yfir Olympiacos á sama tíma sem var mikilvægt fyrir Skytturnar, en þær eiga nú fínan möguleika á að komast áfram.

Olympiacos er í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina með níu stig en Arsenal er sæti neðar með sex stig.

Þessi lið mætast í Aþenu eftir tvær vikur og þar dugar Olympiacos jafntefli til að komast áfram. Það má einnig tapa með einu marki svo lengi sem Arsenal skorar bara eitt mark.

Grísku meistararnir unnu útileikinn, 3-2, og því verður Arsenal að vinna tveggja marka sigur eða eins marks svo fremi að það skori þrjú mörk.

Fari leikurinn 3-2 fer Arsenal áfram á markatölu. Úrslitaleikur framundan í Aþenu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×