Fótbolti

Dramatískur sigur Vestsjælland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í viðatli.
Eggert Gunnþór Jónsson í viðatli. vísir/daníel
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Vestsjælland sem vann dramatískan sigur á Nordsjælland í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Uffe Bech kom Nordsjælland yfir af vítapunktinum eftir þrettán mínútna leik. Anders Kure jafnaði hins vegar metin fyrir Vestsjælland tólf mínútum síðar.

Þannig stóðu leikar í hálfleik. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma, en það gerði varamaðurinn Osama Akharraz í uppbótartíma. Vonbrigði fyrir Nordsjælland sem gat komið sér í góða stöðu.

Eggert Gunnþór Jónsson var eini Íslendingurinn í byrjunarliðunum í dag, en hann var í byrjunarliði Vestsjælland. Guðjón Baldvinsson kom inná í hálfleik hjá Nordsjælland, en Adam Örn Arnarson og Rúnar Alex Rúnarsson sátu allan tímann á bekknum hjá Nordsjælland. Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahóp Nordsjælland.

Nordsjælland er í sjötta sætinu eftir tapið, en þeir gátu jafnað Randers og Bröndby að stigum í þriðja til fimmta sætinu með sigri. Vestsjælland er nú einungis þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×