Fótbolti

Dramatískur sigur Ragnars í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar fylgist með Alexander Bukharov skalla boltann í leik Krasnodar og Rostov í kvöld.
Ragnar fylgist með Alexander Bukharov skalla boltann í leik Krasnodar og Rostov í kvöld. Vísir/AFP
Krasnodar vann í kvöld 2-1 sigur á Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni og spilaði Ragnar Sigurðsson allan leikinn í vörn fyrrnefnda liðsins.

CSKA Moskva er á toppi deildarinnar með 37 stig en Lokomotiv og Rostov koma næst með 31 stig. Zenit er svo í fjórða sætinu með 29 stig.

Krasnodar er svo í fimmta sætinu með 27 stig eftir sigurinn í kvöld en öll mörk leiksins voru skoruð á síðustu fjórum mínútunum. Pavel Mamayev kom Krasnodar yfir með marki á vítaspyrnu á 86. mínútu en Serdar Azmoun jafnaði fyrir Lokomotiv á 89. mínútu.

Wanderson tryggði svo Krasnodar sigurinn með marki á lokamínútu leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Moskvuliðin bæði hafa reyndar gefið mjög eftir síðustu vikurnar. CSKA hefur fengið aðeins fimm stig úr síðustu fimm leikjum sínum og Lokomovtiv fjögur. Rostov og Zenit hefðu getað blandað sér enn frekar í toppbaráttuna en bæði töpuðu sínum leikjum.

Krasnodar er svo í fimmta sætinu með 27 stig eftir sigurinn í kvöld en öll mörk leiksins voru skoruð á síðustu fjórum mínútum leiksins. Pavel Mamayev kom Krasnodar yfir með marki á vítaspyrnu á 86. mínútu en Serdar Azmoun jafnaði fyrir Lokomotiv á 89. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×