Körfubolti

Dramatískur sigur Cleveland í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/AP
Cleveland Cavaliers vann nauman sigur á Washington Wizards, 140-135, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.

LeBron James klúðraði galopnu skoti þegar lítið var eftir af leiknum sem kom Cleveland í erfiða stöðu. En hann bætti upp fyrir það þegar hann setti niður erfiða þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru eftir og tryggði Cleveland framlengingu.

James gat ekki klárað framlenginguna út af villuvandræðum en þá tók Kyrie Irving yfir. Hann skoraði ellefu stig í framlengingunni og setti niður þriggja stiga körfu á lokamínútunni sem tryggði Cleveland sigurinn.



Kevin Love var stigahæstur hjá Cleveland með 39 stig en hann var þar að auki með tólf fráköst. James var með 32 stig og sautján stoðsendingar, sem er persónulegt met hjá honum. Irving endaði með 23 stig.



Washington hafði unnið sautján heimaleiki í röð fyrir nóttina en stigahæstur í liðinu var Bradley Beal með 41 stig.

Miami vann Minnesota, 115-113, og þar með sinn ellefta sigur í röð. Goran Dragic skoraði 33 stig, þar af 21 fyrir utan þriggja stiga línuna. Minnesota hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

Indiana vann Oklahoma City, 93-90, þar sem Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á til að ná sinni 26. þreföldu tvennu á tímabilinu. Hann endaði með 27 stig, átján fráköst og níu stoðsendingar.



Úrslit næturinnar:

New York - Lakers 107-121

Washington - Cleveland 135-140

Indiana - Oklahoma City 93-90

Toronto - Clippers 118-109

Atlanta - Utah 95-120

Detroit - Philadelphia 113-96

New Orleans - Phoenix 111-106

Minnesota - Miami 113-115

Denver - Dallas 110-87

Memphis - San Antonio 89-74

Sacramento - Chicago 107-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×