Erlent

Draga ætti Bush og Blair fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn

Draga ætti Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Brertlands, og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag vegna innrásar Breta og Bandaríkjamanna í Írak.

Þetta segir Desmond Tutu, suður-afrískur erkibiskup og friðarverðlaunahafi Nóbels í grein í breska dagblaðinu Observer.

Hann sakar Blair og Bush jafnframt um að hafa logið því að Írakar hefðu yfir gereyðingarvopnum að ráða til að réttlæta innrásina og segir hann stríðið í Írak hafa stuðlað að meiri óstöðugleika í heiminum en nokkur önnur átök í sögunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×