Lífið

Dr. Phil og Súpermann á meðal gesta

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ráðleggingar Zoolander kann að pósa en hér er hann væntanlega að fá ráðleggingar frá sálfræðingnum Dr. Phil.
Ráðleggingar Zoolander kann að pósa en hér er hann væntanlega að fá ráðleggingar frá sálfræðingnum Dr. Phil.
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hélt sitt árlega bún­inga­partí um helgina. Fjöldi fólks mætti í gleðskapinn og má segja að fólk hafi lagt mikinn metnað í búningaval. Auðunn var alsæll en vill meina að það geti orðið erfitt að toppa þetta árlega partí á næsta ári.

Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson ber sig vel í líki í Súpermanns enda stendur hann Súpermann varla að baki þegar vöðvamassinn er borinn saman.
Sverrir Bergmann er ógnvænlegur í líki Bane sem er illmenni úr Batman-mynd. Hann spennir hér vöðvana og Lína Birgitta í líki Rauðhettu kann greinilega vel að meta byssurnar á Bane. myndir/instagram
Jón Jónsson mætti sem fyrirsætan Hansel úr kvikmyndinni Zoolander en hann er hér ásamt Auðuni Blöndal sem nær Zoolander sjálfum afskaplega vel.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, er hér í gervi Þórs þrumuguðs og mundar hamarinn með stakri prýði.
Hér er Sigrún Sigurðardóttir, kærasta Steinda, í gervi Beetlejuice en Steindi gerðist djarfur og fór í gervi Dr. Phil og nær honum skuggalega vel.

Little Britain vann þetta àrið!! OfurHugi og Ástrós sem er sett með tvíbura à þriðjudaginn! #metnaður #bpblö15

A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on

Hvað er að frétta ;) #bpblö15

A photo posted by Ívar Guðmundsson (@ivarg66) on

Daenerys og Dorothy #bpblö15

A photo posted by @dagbjortvestmann on

Derek Zoolander hefur àkveðið að henda í 1 party!! #bpblö15 #BlueSteel

A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×