Erlent

Dr. Heimlich beitti heimlich bragðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Dr. Heimlich og Heimlic-bragðið.
Dr. Heimlich og Heimlic-bragðið. Vísir/Getty
Dr. Henry Heimlich beitti á dögunum bragðinu sem hann þróaði til að bjarga lífi konu sem var að kafna. Heimlich er 96 ára gamall og er þetta talið vera í annað sinn sem hann beitir Heimlich-bragðinu.

Konan sem hann bjargaði er 87 ára gamal og er á sama dvalarheimili og læknirinn í Cincinnati í Bandaríkjunum. Hún var að kafna á hamborgara þegar Heimlichy kom henni til bjargar.

Fjallað er um málið á vefnum Cincinnati.com en þar segir sonur Heimlich að faðir sinn hitti reglulega fólk sem hafi verið bjargað frá köfnun með Heimlich-bragðinu. Sjálfur segir læknirinn að honum þyki vænt um að fjölda fólks hafi mögulega verið bjargað með bragðinu.

Heimlich um atvikið Patty Ris um björgunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×