Innlent

Downsdeginum fagnað með mislitum sokkum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum lætur sitt ekki eftir liggja.
Lögreglan á Suðurnesjum lætur sitt ekki eftir liggja. lögreglan
Downsdagurinn er haldinn í dag, 21. mars. Um er að ræða alþjóðlegan dag heilkennisins en markmið hans er að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Dagsetningin er táknræn því hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e 3 eintök af litningi 21, sem þannig myndar dagsetninguna 21.3

Þessi dagur hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2011 þegar Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis. Til siðs hefur þótt að ganga í mislitum sokkum en þannig getur fólk sýnt samstöðu með fólki með Downs, og er fólk hvatt til þess að birta myndir af sokkunum undir myllumerkinu #downsdagurinn og #downsfelag.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir, en hér má sjá fleiri myndir.

Fögnum fjölbreytileikanum! #downsdagurinn #downsfelag #downsday

A post shared by Anita Elefsen (@elefsen) on

#downsfélagið #downsdagurinn #downsday

A post shared by Pálína Ósk (@palinaosk) on

#downsdagurinn #downsfelag #gosifeiti #fögnumfjölbreytileikanum

A post shared by Hrund Gudmundsdottir (@hrundski) on

#downsdagurinn #downsyndromeawareness #frökenstella #bostonterrier

A post shared by Gudrun Edda (@gudrun_edda) on

#downs #wdsd17 #downsdagurinn2017

A post shared by Thelma Thor (@thelmathor) on


Tengdar fréttir

"Mínir möguleikar, mitt val“

Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis í dag. Hann er haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á Íslandi en hann er til þess fallinn að auka vitund fólks á heilkenninu.

Enginn heimsendir að eignast barn með Downs

Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×