Íslenski boltinn

Doumbia: Ég á ekki að gera þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Doumbia í leik með FH í sumar.
Doumbia í leik með FH í sumar. Vísir/Arnþór
Kassim Doumbia, varnarmaður FH, átti skrautlegan leik þegar liðið vann 4-2 sigur á Breiðabliki í gær.

Hann kom sínum í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks en strax í næstu sókn Breiðabliks á eftir var hann dæmdur brotlegur og fékk þar með sína aðra áminningu í leiknum.

Doumbia brást reiður við og reyndi að hrifsa spjaldið af dómaranum, Þorvaldi Árnasyni, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

Hann neitar þó í samtali við Fótbolti.net í dag að hafa reynt að slá til dómarans. „Kannski vilja menn meina að ég hafi slegið hann en ég myndi aldrei gera það. Ég reyndi bara ða toga höndina hans niður og ekkert annað.“

„Ég var mjög reiður og þetta voru viðbrögðin. Ég vildi samt ekki gera dómaranum neitt. Hann setti höndina upp og þetta voru viðbrögðin mín. Ég á ekki að gera þetta.“

Doumbia var þó ánægður með að hann hafi fengið rautt í leiknum enda segist hann hafa aðeins brotið tvívegis af sér. Þá segir hann einnig frá því í viðtalinu af hverju hann hafi hlaupið til Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann fagnaði marki sínu.

„Við æfðum þetta á æfingu og ég sagði Heimi að ég myndi skora. Hann sagði „Kassim, þú verður að skora,“ og ég sagði „allt í lagi, ég skal skora,“. Ég skoraði og hljóp þess vegna beint til hans,“ sagði hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×