Innlent

Dóttirin handtekin eftir rifrildi mæðgna

Atli Ísleifsson skrifar
Klukkan 21.45 var tilkynnt um innbrot í bifreið við Smárabíó, þaðan stolið stingsög og er málið í rannsókn.
Klukkan 21.45 var tilkynnt um innbrot í bifreið við Smárabíó, þaðan stolið stingsög og er málið í rannsókn. Vísir/Vilhelm
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ágreining milli mæðgna um klukkan hálf fimm í nótt. Sökum ölvunar og annarlegs ástands var dóttirin handtekin og gistir hún fangageymslu þar til af henni rennur víman.

Í dagbók lögreglu segir að ökumaður hafi verið stöðvaður í Tryggvagötu vegna gruns akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Um klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um að maður hafi verið kýldur í Austurstræti og hlotið minniháttar meiðsl. Gerandi er ókunnur og er málið í rannsókn.

Klukkan 4.46 var tilkynnt um þjófnað í kaffihúsi við Laugaveg. Gerandi er ókunnur og er málið í rannsókn.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi í Stigahlíð og á Ásvallagötu og gista mennirnir fangageymslu. Einnig var tilkynnt um heimilisofbeldi í Suðurhólum og er málið í rannsókn.

Klukkan 01.14 var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut á móts við IKEA og eru báðar bifreiðarnar mikið skemmdar. Ekki vitað um meiðsl og er málið í rannsókn.

Klukkan 21.45 var tilkynnt um innbrot í bifreið við Smárabíó, þaðan stolið stingsög og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×