Innlent

Dóttir skipherra Týs ánægð með að fá pabba heim

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Andrea, dóttir Einars, faðmar pabba sinn innilega eftir langa sjóferð á varðskipinu Tý.
Andrea, dóttir Einars, faðmar pabba sinn innilega eftir langa sjóferð á varðskipinu Tý. Fréttablaðið/GVA
„Það er æðislegt að koma heim. Þetta er búið að vera langt og strangt en við vorum að koma úr vel heppnuðu verkefni,“ segir Einar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý.

Týr lagði að bryggju við Ægisgarð í gærmorgun en skipið hefur verið að sinna landamæragæslu Evrópusambandsins undanfarna sex mánuði. „Skipið hefur verið að sinna verkefninu síðan í nóvember með pásum. Núna vorum við úti í sjö vikur.“ Áhöfnin hefur bjargað rúmlega tvö þúsund flóttamönnum frá Afríku við eftirlit sitt.

Sjá einnig: Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi

Andrea, dóttir Einars, var ægilega ánægð með að hitta pabba sinn aftur eftir svo langan tíma. „Já, það er mjög gaman. Ég var farin að sakna hans svo rosalega mikið,“ segir Andrea.


Tengdar fréttir

Áhöfn Týs kemur heim með stolt í farteskinu

Varðskipið Týr kom í dag heim eftir ríflega hálfs árs störf á Miðjarðarhafi, þar sem áhöfnin hefur komið að björgun hátt í fjögur þúsund flóttamanna. Skipverjar, sem hafa fengið áfallahjálp vegna starfa sinna, segja erfiðast að koma að börnum í þessum erfiðu aðstæðum. Þórhildur Þorkelsdóttir hitti áhöfnina um borð í Tý í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×