Fótbolti

Dortmund missti af tækifæri að saxa á Bayern | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aubameyang var ekki á skotskónum í dag.
Aubameyang var ekki á skotskónum í dag. Vísir/Getty
Dortmund missti af gullnu tækifæri til þess að saxa á Bayern á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í lokaleik dagsins í 0-2 tapi gegn Bayer Leverkusen.

Bæjarar gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Köln á heimavelli í dag og gat Dortmund náði að minnka forskotið niður í eitt stig með sigri.

Leverkusen komst yfir á 10. mínútu með marki Admir Mehmedi en Chicharito gulltryggði sigur Leverkusen fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Gestirnir frá Dortmund sóttu af krafti og kom Pierre-Emerick Aubameyang boltanum í netið en var dæmdur rangstæður stuttu fyrir leikslok.

Bayern gerði óvænt fyrsta jafntefli vetrarins á heimavelli gegn Köln  en Anthony Modeste jafnaði metin fyrir Köln eftir að Joshua Kimmich kom Bæjurum yfir.

Þá heldur góð byrjunar Berlínar-manna áfram en Hertha vann öruggan 2-0 sigur á Hamburger á heimavelli í dag. Berlínarliðið er með 13 stig eftir sex umferðir í öðru sæti.

Úrslit dagsins:

Bayern Munchen 1-1 FC Köln

Darmstadt 2-2 Werder Bremen

Freiburg 1-0 Eintracht Frankfurt

Hertha Berlin 2-0 Hamburger SV

Ingolstadt 1-2 Hoffenheim

Bayer Leverkusen 2-0 Dortmund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×