Enski boltinn

Dortmund komið í efri hluta deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Reus var á skotskónum í dag.
Marco Reus var á skotskónum í dag. Vísir/Getty
Dortmund heldur áfram að klífa upp töfluna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir unnu frábæran 3-0 sigur á Schalke 04 í grannaslag í dag.

Dortmund hefur unnið fjóra leiki í röð, en þeir voru í fallsæti í upphafi árs. Nú eru þeir komnir upp í níunda sæti deildarinnar þökk sé mörkum frá Pierre-Emerick Aubameyang, Henrik Mkhitaryan og Marco Reus.

Bayer Leverkusen vann góðan sigur á Freiburg, en Simon Rolfes skoraði sigurmarkið eftir rúman hálftíma. Leverkusen er í fjórða sæti deildarinnar. Önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Öll úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Freiburg 1-0

Borussia Dortmund - Schalke 04 3-0

Hannover 96 - VfB Stuttgart 1-1

Hertha Berlin - Augsburg 1-0

Hoffenheim - Mainz 05 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×