Enski boltinn

Dortmund kláraði Liverpool undir lokin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Naby Keita í baráttunni í leiknum í Bandaríkjunum í kvöld.
Naby Keita í baráttunni í leiknum í Bandaríkjunum í kvöld. vísir/getty
Borussia Dortmund fer vel af stað á undirbúningstímabili. Fyrir helgi lagði liðið Manchester City af velli og nú í kvöld unnu þeir 3-1 sigur á Liverpool í æfingarleik í Bandaríkjunum.

Liverpool komst yfir á 25. mínútu. Hornspyrna rataði beint á kollinn á Virgil Van Dijk sem stóð einn og óvaldur og stangaði boltann í netið.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 66. mínútu er Christian Pulisic var felldur í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraðia f öryggi.

Pulisic var ekki hættur því á 89. mínútu kom hann Þjóðverjunum yfir með góðu skoti eftir að Liverpool hafði haft tögl og haldir á leiknum.

Jacob Bruun Larsen, nítján ára gamall Dani, tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Títt nefndur Purisic skaut þá að marki Liverpool, Karius varði en Larsen kláraði færið.

Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester City 26. júlí. Tveimur dögum síðar mætir liðið svo Manchester United en Dortmund spilar næst við Benfica á fimmtudaginn.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Clyne, Van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Lallana, Camacho, Markovic, Jones, Origi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×