Lífið

Dorrit tekur við 20 þúsundasta varaglossinu

Gróa Ásgeirsdóttir, Dorrit Moussaieff og Elísabet Sveinsdóttir. MYND/Sissa.
Gróa Ásgeirsdóttir, Dorrit Moussaieff og Elísabet Sveinsdóttir. MYND/Sissa.

Á allra vörum", söfnunarátak til kaupa á nýjum stafrænum röntgenbúnaði sem greinir brjóstakrabbamein, hefur nú staðið yfir í um tvo mánuði og farið langt fram úr björtustu vonum.

Fjármunum hefur verið safnað með því að selja varalitagloss frá Yves Saint Laurent auk þess sem söfnunarþáttur var sendur út í beinni útsendingu á Skjá einum síðastliðinn föstudag þar sem röskar 35 milljónur söfnuðust.



Dorrit Moussaieff. MYND/Sissa.

Í upphafi var áætlað að selja 10 þúsund varagloss yfir sölutímabilið, frá 1. maí til 31. ágúst, en salan hefur farið langt fram úr áætlun og af því tilefni afhentu forsvarskonur átaksins þær Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir, Dorrit Moussaieff forsetafrú 20 þúsundasta varaglossið.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×