Fótbolti

Dorrit og Eggert Magnússon stigu sigurdans á vellinum í Nice | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/vilhelm/atli þór
Gleðin var við völd á Stade de Nice eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016.

Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands í 2-1 sigri en íslenska liðið mætir því franska á Stade de France á sunnudagskvöldið.

Það voru ekki bara leikmenn og starfsmenn landsliðsins sem stigu sigurdans á vellinum eftir lokaflautið.

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, voru eins og gefur að skilja í skýjunum með úrslitin og dönsuðu eins og litlir krakkar á vellinum.

Myndband af þessum skemmtilega sigurdansi Dorritar og Eggerts má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×