Innlent

Dorrit er engum lík

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Mynd af Dorrit Moussaieff forsetafrú sem birtist í Fréttablaðinu um helgina hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu daga.

Myndin var tekin í Kaplakrika í Hafnarfirði síðastliðið fimmtudagskvöld á leik FH og Hauka í N1 deild karla í handbolta. Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson forseti heilsuðu þar upp á leikmenn og Dorrit gerði gott betur með því að bíta lukkudýr FH í nefið eins og sést á þessarri skemmtilegu mynd sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari náði.

Dorrit er reyndar orðin þekkt fyrir það að bjóða upp á skemmtileg augnablik fyrir ljósmyndara og því ekki að undra að þeir fylgist vel með þegar hún er nærri.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók saman nokkrar skemmtilegar og eftirminnilegar myndir af Dorrit í gegnum árin fyrir Vísi. Er þar lífsgleðin jafnan í fyrirrúmi og brosið aldrei langt undan.

Hér má sjá myndasafnið af Dorrit.

Dorrit brá á leik með lukkudýri FH á handboltaleik í Kaplakrika og beit það í nefið. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Dorrit ræðir við Hillary Clinton í Íslandsheimsókn hennar og Bill Clinton árið 2004. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Í Ólympíuþorpinu í Peking árið 2008. Dorrit og Ólafur voru þarna nýbúin að hitta borgarstjóra Peking og settust í aftasta sætið á vagninum. Þegar þau voru beðin um að færa sig framar vippaði Dorrit sér yfir sætið. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Við afhendingu Eyrarrósarinnar árið 2006. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Dorrit blómstraði þegar hún var valin Kona ársins af tímaritinu Nýtt líf árið 2006. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Bleik lýsing tendruð á Bessastöðum árið 2005. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Dorrit selur fyrsta Neyðarkallinn í átaki Landsbjargar árið 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Dorrit kíkti á Strákana okkar og hjálpaði til við nuddið á Loga Geirssyni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Við afhendingu Eyrarrósarinnar árið 2011. Mynd/Vilhelm Gunnarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×