Innlent

Dorg verið bannað í átta ár í hafnarkjaftinum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dorg hefur verið bannað á afmörkuðu svæði við Reykjavíkurhöfn vegna hættu sem getur skapast á innsiglingarlínu. Hafnarstjóri segir fólk velkomið að dorga á öðrum stöðum og segir til að mynda Pólverja duglega að veiða sér í soðið.

Eiríkur Jónsson birtir frétt í gær um að veiðar séu bannaðar á Reykjavíkurhöfn. Mynd af skilti fylgir fréttinni þar sem skýrt er tekið fram á íslensku, ensku og pólsku að veiðar séu bannaðar. Hafa margir deilt þessari frétt og furðað sig á banninu.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skiltið hafa verið sett upp fyrir um það bil átta árum og að eingöngu sé verið að banna dorg á vissu svæði.

„Almennt er það leyft og bara í góðu lagi en í hafnarkjaftinum í gömlu höfninni þá var fyrir nokkrum árum að menn voru komnir með nokkuð stórar stangir, sterkar línur og köstuðu langt. Það var ekki gott að hafa það í innsiglingarleiðinni og það hafa komið upp tilvik þar sem að línur höfðu farið í skrúfur hjá hjá smábátum. Við fögnum hinni eiginlegu strandveiði þar sem að hún getur verið á hafnarsvæðinu,“ segir Gísli Gíslason og bætir við að það hafi verið Pólverjar sem hafi ýtt við samfélaginu á sínum tíma og rifjað upp þetta sport sem iðkað var í gamla daga.

„Þeir hafa verið býsna víða á hafnarsvæðinu og aflað vel oger þetta bara skemmtileg viðbót við hafnarlífið. Einna helst eru menn við Skarfabakka og Skarfagarði þar sem að ég held að menn afli bara nokkuð vel,“ segir Gísli og fagnar því að fólk dorgi þótt muna þurfi að gæta varúðar og varkárni við iðjuna.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×