Sport

Dönsk stelpa vann silfur í 400 metra grindarhlaupi á ÓL í Ríó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Slott Petersen fagnar silfrinu eftir hlaupið.
Sara Slott Petersen fagnar silfrinu eftir hlaupið. Vísir/Getty
Dalilah Muhammad frá Bandaríkjunum tryggði sér í nótt gullverðlaun í 400 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Dalilah Muhammad tók forystuna strax í byrjun og vann á endanum á 53,13 sekúndum.

Hin danska Sara Slott Petersen fékk silfur en hún kom í mark á 55,55 sekúndum og setti með því nýtt danskt met.

Ashley Spencer frá Bandaríkjunum varð síðan í þriðja sætinu með hlaup upp á 53,72 sekúndum sem er nýtt persónulegt met hjá henni.

Þetta eru fyrstu gullverðlaun hinnar 26 ára gömlu Dalilah Muhammad á stórmóti en hún ann silfur á HM í Moskvu fyrir þremur árum síðan.

Sara Slott Petersen er 29 ára gömul en hefur átt frábært sumar því hún varð Evrópumeistari í þessari grein í Amsterdam fyrr í sumar.

Ólympíumeistarinn Dalilah Muhammad.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Þrjár efstu.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×