Erlent

Donald Trump bað viðstadda að klappa fyrir Clinton

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá hádegisverðarboðinu í dag.
Frá hádegisverðarboðinu í dag. vísir/epa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað gesti að standa upp fyrir Hillary Clinton í hádegisverðarboði sem haldið var skömmu eftir að Trump var settur í embætti forseta. 

„Mig langaði til þess að segja svolítið. Það var mér sannur heiður þegar ég frétti af því að Clinton-hjónin myndu verða viðstödd í dag. Ég bið ykkur um að standa upp,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði boðsgesti. 

Í kjölfarið stóðu viðstaddir upp og klöppuðu fyrir Hillary Clinton sem var sjálf í salnum. Lófatakið varði lengi og Trump klappaði sjálfur hátt og snjallt. 

„Ég ber mikla virðingu fyrir þeim tveimur og ég vil þakka þeim fyrir að vera hér í dag.“

Í kosningabaráttunni fór Trump ekki fögrum orðum um andstæðing sinn. Hann kallaði Clinton iðulega glæpa-Hillary (Crooked-Hillary) og fullyrti að ef hann myndi ná kjöri þá sæi hann til þess að Clinton yrði ákærð vegna tölvupósta-hneyklisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×