Innlent

Dómur gæti breytt framtíð útboða

Sveinn Arnarsson skrifar
Íslenska gámafélagið mun fá öll útboðsgögn vegna sorphirðu í hendur.
Íslenska gámafélagið mun fá öll útboðsgögn vegna sorphirðu í hendur. Fréttablaðið/Heiða
Nýfallinn hæstaréttar­dómur í máli Íslenska gámafélagsins gegn sveitarfélaginu Ölfusi gæti haft mikil áhrif á framtíðarskipulag útboða. Gámaþjónustan bauð lægst í útboð á sorphirðu í Ölfusi. Íslenska gámafélagið vildi sjá sundurliðaða tilboðsgerð keppinautar síns en sveitarfélagið sem og Gámaþjónustan neituðu að afhenda gögnin.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf það út í júlí í fyrra að sveitarfélaginu bæri að afhenda gögnin. Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýndu úrskurðinn og töldu hann á þeim tíma geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Ölfuss, líkir skilyrðum sem þessum við það að bakarar yrðu skyldaðir til að veita keppinautum sínum aðgang að uppskriftabókum sínum.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hafði ekki kynnt sér dóminn í gær. „Almennt gefa mál af þessu tagi opinberum aðilum ­tilefni til þess að skoða vel hvernig standa eigi að útboðum. Þeir hagsmunir geta annars vegar snúið að því að tryggja nægilegt gagnsæi svo ekki skapist tortryggni um framkvæmdina og hins vegar að því að vernda viðskiptahagsmuni minni aðila með því að veita keppinautum ekki aðgang að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Páll Gunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×